Helgi og hljóðfæraleikararnir

Síðastir á svið þetta ágæta laugardagskvöld voru Helgi og hljóðfæraleikararnir.

Ansi litríkir karakterar sem framleiða súra tónlist. Hin besta skemmtun fyrir þá sem eru að "fílaða". 

 

Helgi og hljóðf.leik 7

 


Mugison

Á eftir Retro Stefson steig Mugison á stokk ásamt unnustu sinni (skildist mér) Tóku nokkur vel valin lög við mikinn fögnuð áhorfenda. Mugison er margverðlaunaður og fjölhæfur snillingur sem kann að trylla lýðinn.

 

Mugison 3

 


Retro Stefson

Græni Hatturinn bauð upp á tónlistarveislu á laugardagskvöldinu. Þeir sem byrjuðu kalla sig Retro Stefson.

Retro Stefson er næsta vonarstjarna íslensks tónlistarlífs. Hljómsveitin hefur nýverið gert plötusamning við Kimi records og er von á þeirri fyrstu plötu í október næstkomandi. Óhætt er að fullyrða að hér á ferð eru hæfileikaríkt söngfólk og hljóðfæraleikarar. Þeir voru hin besta skemmtun.

 

Retro Stefson

 


Hoodangers

Laugardagskvöldið fór ég svo á Hoodangers á Marínu.

Hoodangers er áströlsk hljómsveit sem erfitt er að skilgreina. Kannski má kalla tónlistina þeirra rokkabíllíjazz.  Ekki varð ég fyrir vonbrigðum með þessa frábæru tóna sem ég heillaðist af. Ótrúlega skemmtileg tónlist og svo allt öðruvísi en maður á að venjast...en maður getur svo sannarlega vanist þessu.

Hoodangers 8 3

Hjálmar

Á Græna Hattinum spilaði hljómsveitin Hjálmar.

Margir lögðu leið sína að berja þá augum og eyrum. Ekki varð ég fyrir vonbrigðum. Mjög skemmtilegir og líflegir karakterar á ferð.

Hjálmar

Mannakorn

Á föstudagskvöldinu skellti ég mér á Mannakorn sem spiluðu á skemmtistaðnum Marínu. Þeir voru komnir saman þeir Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríksson. Hljómsveitin hefur verið starfandi síðan 1975 og hafa gefið út 11 plötur á sínum ferrli.  Gestaleikari með þeim var Sebastian Studnitzky frá Þýskalandi sem spilaði á trompet og er óhætt að segja að hann heillaði alla með þessum tónum sínum. Hrund Ósk söng nokkur lög með þeim og er hún eflaust með betri söngkonum landsins. Kannski enn ekki svo þekkt en ef fram sem horfir, verður hún sennilega með þeim vinsælli á Íslandi fljótlega. Yndisleg rödd sem stúlkan hefur.

Á hljómborð spilaði Agnar Már Magnússon og er óhætt að segja að hann sé mikill snillingur.

Mannakorn 2

AIM festival

AIM festival var á Akureyri um helgina eða frá fimmtudegi fram á mánudag. Ég bauð mig fram í að ljósmynda viðburði helgarinnar og má sjá afraksturinn á þessari síðu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband