Mannakorn

Á föstudagskvöldinu skellti ég mér á Mannakorn sem spiluðu á skemmtistaðnum Marínu. Þeir voru komnir saman þeir Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríksson. Hljómsveitin hefur verið starfandi síðan 1975 og hafa gefið út 11 plötur á sínum ferrli.  Gestaleikari með þeim var Sebastian Studnitzky frá Þýskalandi sem spilaði á trompet og er óhætt að segja að hann heillaði alla með þessum tónum sínum. Hrund Ósk söng nokkur lög með þeim og er hún eflaust með betri söngkonum landsins. Kannski enn ekki svo þekkt en ef fram sem horfir, verður hún sennilega með þeim vinsælli á Íslandi fljótlega. Yndisleg rödd sem stúlkan hefur.

Á hljómborð spilaði Agnar Már Magnússon og er óhætt að segja að hann sé mikill snillingur.

Mannakorn 2

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband